Nokkrar mismunandi gerðir og tegundir snjallsíma voru til áður en fyrsti iPhone snjallsíminn frá Apple kom á markað árið 2007 en með tilkomu iPhone urðu snjallsímar vinsælir. Almenningur fór að skipta út eldri farsímum fyrir snjallsíma og leikjafyrirtæki fóru að kanna möguleika tækisins. Snjallsímar eru ekki hefðbundir farsímar heldur geta notendur þeirra sótt öpp (forrit) með símanum og þannig notað símann til að athuga veðrið, skoða nýjustu fréttirnar, teiknað á skjáinn og margt fleira. Það voru ekki eingöngu öppin sem breyttu landslaginu fyrir tölvuleikjahönnuði framtíðarinnar heldur einnig snertiskjárinn. Áður voru farsímar háðir tökkum en snertiskjáinn bauð upp á mun fleiri möguleika. Snjallsímarnir héldu áfram að þróast og urðu öflugri og fullkomnari með tímanum.

 

Árið 2009 gaf finnska leikjafyrirtækið Rovio út þrautaleikinn Angry Birds. […] Leikurinn náði miklum vinsældum og hrinti af stað bylgju þar sem leikjahönnuðir og leikjafyrirtæki hönnuðu nýja leiki með snertiskjá og snjallsíma sérstaklega í huga.

 

Árið 2009 gaf finnska leikjafyrirtækið Rovio út þrautaleikinn Angry Birds. Í honum notar spilarinn snertiskjáinn til að skjóta fuglum úr teygjubyssu og eyðileggur þannig virki grænu svínanna (sem eru óvinirnir í leiknum). Leikurinn náði miklum vinsældum og hrinti af stað bylgju þar sem leikjahönnuðir og leikjafyrirtæki hönnuðu nýja leiki með snertiskjá og snjallsíma sérstaklega í huga. Árið 2010 kynnti Apple iPad spjaldtölvuna til sögunnar, sem átti eftir að hafa mikil áhrif á markaðinn og líf fólks á komandi árum. Leikjahönnuðir héldu áfram að kanna möguleika snjallsíma og með stærri skjá og meira minni spjaldtölvanna varð frelsi leikjahönnuða enn meira og möguleikarnir urðu sífelt fleiri.

Árin 2013-2014 komu nýjustu leikjatölvurnar frá Microsoft og Sony á markað. Microsoft kynnti til sögunnar Xbox One ásamt uppfærðum Kinect búnaði fyrir tölvuna. Á svipuðum tíma kom PlayStation 4 leikjatölvan frá Sony á markað. Í leikjatölvum hefur aukin áhersla verið lögð á stafrænt efni þar sem notendur tölvanna geta meðal annars sótt sér öpp og þannig fengið aðgang að ýmis konar aukaþjónustu. Netflix, Spotify og YouTube eru dæmi um slík öpp. Mörg öpp eru einnig fáanleg á PlayStation 3 og Xbox 360, en nýju tölvurnar áætluðu að öpp yrðu notuð í tölvunni strax frá upphafi, en ekki á síðari hluta lífskeiðs tölvunnar líkt og með Xbox 360 og PlayStation 3. Einnig er boðið upp á að kaupa og sækja tölvuleiki og kvikmyndir með rafrænum hætti í gegnum vefverslanir Xbox One og PlayStation 4, þannig að spilarinn getur keypt nýja og gamla leiki beint í gegnum leikjatölvuna og halað honum niður um leið.

 

Í leikjatölvum hefur aukin áhersla verið lögð á stafrænt efni þar sem notendur tölvanna geta meðal annars sótt sér öpp og þannig fengið aðgang að ýmis konar aukaþjónustu. Netflix, Spotify og YouTube eru dæmi um slík öpp.

 

Xbox One frá Microsoft, PlayStation 4 og PlayStation Vita frá Sony og Nintendo 3DS og Wii U frá Nintendo flokkast allar sem áttunda kynslóð leikjatölva. Líkt og með Wii þá fer Nintendo sínar eigin leiðir með Wii U leikjatölvuna. Grafík og kraftur Wii U er sambærilegur við leikjatölvur sem tilheyra sjöundu kynslóð leikjatölva en fókusar á nýja möguleika í spilun. Sérstæða Wii U fellst í Wii U stjórntækinu og leikjum sem eru aðeins fáanlegir í Nintendo leikjatölvur, leikir á borð við Mario Kart 8 (2014), New Super Mario Bros. U (2012) og Pokémon Rumble U (2013). Stjórntæki Wii U inniheldur snertiskjá og myndavél sem er hægt að nota í sumum leikjum. Einnig er míkrafónn í stjórntækinu og er mögulegt að spila Wii U leiki með því að nota skjáinn á stjórntækinu í stað sjónvarpsskjás.

Nokkrar tegundir sýndarveruleikagleraugna eru væntanlegar á almennan markað á þessu og næsta ári. Margir binda vonir við þessa tækni og telja að hún eigi eftir að gjörbreyta landslaginu í tölvu- og tæknigeiranum á komandi árum. Sýndarveruleikagleraugun Oculus Rift, Sony Morpheus, HTC Vive, Samsung Gear VR og Microsoft HoloLens eru meðal vinsælustu og umtöluðustu sýndarveruleikagleraugunum í dag en Google og fleiri fyrirtæki hafa einnig verið að þróa ódýrari útgáfur af gleraugunum, þar á meðal Google Cardboard. En hvað eru sýndarveruleikagleraugu? Sýndarveruleikagleraugu eru gleraugu sem gefa notendum sýn inní sýndarveruleika. Með því að setja slík gleraugu á þig og kveikja til dæmis á EVE: Valkyrie (sem er leikur sem íslenska tölvuleikjafyrirtækið CCP er að þróa um þessar mundir) þá sér spilarinn eingöngu leikjaheiminm með gleraugunum á sér, sama hvert hann lítur. Með því að hreyfa höfuðið breytist sjónarhornið í sýndarveruleikanum líkt og myndi gerast í raunveruleikanum. Ef spilarinn lítur til hægri sér hann hvað er hægra megin við hann í leiknum. Spilarinn getur litið í allar áttir og sér alltaf leikjaumhverfið sama hvert litið er. Sýndarveruleikagleraugun bjóða ekki eingöngu upp á marga spennandi möguleika fyrir tölvuleiki, heldur einnig samskiptamiðla og önnur forrit.

 

Með því að setja slík gleraugu á þig og kveikja til dæmis á EVE: Valkyrie (sem er leikur sem íslenska tölvuleikjafyrirtækið CCP er að þróa um þessar mundir) þá sér spilarinn eingöngu leikjaheiminm með gleraugunum á sér, sama hvert hann lítur.

Mynd: OlegDoroshin / Shutterstock.com

Mynd: OlegDoroshin / Shutterstock.com

 

Mynd: Bloomua / Shutterstock.com

Mynd: Bloomua / Shutterstock.com

 

Mynd: Wikimedia Commons (Xviila)

Mynd: Wikimedia Commons (Xviila)