Stjórntæki geta verið af ýmsum stærðum og gerðum og eiga stóran þátt í upplifun spilarans á tölvuleik. Til dæmis er mikill munur á því að spila íþróttaleikinn Wii Sports (2006) með Wii Remote hreyfiskynjunarfjarstýringunni heldur en hefðbundinni fjarstýringu þar sem spilarinn ýtir eingöngu á takka til þess stjórna því sem gerist í leiknum. Í Wii Sports er hægt að spila keilu þar sem spilarinn heldur utan um Wii Remote á svipaðan hátt og keilukúlu og kastar ímynduðu kúlunni (sem sést aðeins á sjónvarpsskjánum) í átt að sjónvarpinu/keilunum. Einnig er hægt að spila tennis þar sem spilarinn sveiflar Wii Remote á svipaðan hátt og hann myndi gera með hefðbundinn tennisspaða og í boxleiknum í sama leik heldur spilarinn á Wii fjarstýringunum og kýlir frá sér líkt og í raunveruleikanum. Upplifunin væri allt önnur ef spilarinn þyrfti eingöngu að ýta á einn eða tvo takka til að kýla í boxleiknum eða til að slá með tennisspaðanum. Hreyfingin er stór hluti af innlifun og upplifun spilarans.

 

Skiptar skoðanir eru meðal spilara um ágæti hefðbundinnar leikjatölvufjarstýringa (líkt og fylgja Xbox eða PlayStation) þegar kemur að spilun fyrstu-persónu skotleikja, herkænskuleikja eða öðrum tölvuleikjum þar sem nauðsynlegt er að framkvæma margar aðgerðir á stuttum tíma. Hefðbundin lyklaborð ásamt tölvumús ráða aftur á móti vel við margar skipanir þar sem lyklaborðið inniheldur mun fleiri takka en fjarstýringar sem eru hannaðar fyrir tölvuleikjaspilun.

 

Skiptar skoðanir eru meðal spilara um ágæti hefðbundinnar leikjatölvufjarstýringa (líkt og fylgja Xbox eða PlayStation) þegar kemur að spilun fyrstu-persónu skotleikja, herkænskuleikja eða öðrum tölvuleikjum þar sem nauðsynlegt er að framkvæma margar aðgerðir á stuttum tíma. Hefðbundin lyklaborð ásamt tölvumús ráða aftur á móti vel við margar skipanir þar sem lyklaborðið inniheldur mun fleiri takka en fjarstýringar sem eru hannaðar fyrir tölvuleikjaspilun. Í stærri herkænskuleikjum á borð við StarCraft II (2010), EVE Online (2003-) og Dota 2 (2013) þar sem hraði getur skipt máli nýtist lyklaborðið sérlega vel þar sem hver takki getur verið stytting (e. shortcut) fyrir skipun í leiknum og getur þar með sparað spilaranum tíma og um leið gefið honum kost á því að bregðast hratt og örugglega við aðstæðum. Algengt er að nota lyklaborð og mús saman í fyrstu-persónu skotleikjum, herkænskuleikjum og öðrum leikjum þar sem margir valmöguleikar eru í boði fyrir spilara leiksins. Þeir sem spila fyrstu-persónu skotleiki í heimilis- eða fartölvum nota yfirleitt lyklaborðið til að láta leikjapersónu sína færa sig á milli staða, hoppa og beygja sig, en notar músina til þess að hreyfa höfuð persónunnar og breyta þannig sjónarhorninu og miðinu. Miðið er yfirleitt á miðjum skjánum og er notast við músina til að miða á andstæðinginn og smella á músartakkann til þess að skjóta. Lyklaborð og mús eru einnig vinsæl stjórntæki meðal þeirra sem spila herkænskuleiki á borð við StarCraft II og Civilization leikjaseríuna (1991-), hermum á borð við SimCity (1989-) og The Sims (2000-) leikjaseríunar, ævintýraleikjum (sérstaklega benda- og smellaævintýri) á borð við The Secret of Monkey Island (1990) og fleiri gerðum af leikjum. Lyklaborð og mús eru sjaldan í boði sem aukahlutir í leikjatölvur þar sem þessi stjórntæki tengjast fyrst og fremst tölvuleikjum sem spilaðir eru á heimilis- eða fartölvur. Á níunda og tíunda áratugnum náðu stórir stýripinnar (joystick) vinsældum samhliða vinsælum flughermum og geimflugleikjum á borð við Star Wars: X-Wing (1993) and Wing Commander (1990). En vinsældir þeirra dvínuðu hratt frá og með aldamótum.

 

Til eru margar gerðir af leikjafjarstýringum. Þróunin hefur orðið til þess að sífellt fleiri takkar hafa bæst á fjarstýringuna. Sem dæmi þá inniheldur upprunalega Atari 2600 fjarstýringin frá árinu 1977 eina bendistöng og einn takka. […] PlayStation 4 fjarstýringin inniheldur einn benditakka, tvær stjórnstangir (analog sticks), snertiskynjaraflöt og hvorki meira né minna en ellefu takka á fram- og bakhlið fjarstýringarinnar.

 

Til eru margar gerðir af leikjafjarstýringum. Þróunin hefur orðið til þess að sífellt fleiri takkar hafa bæst á fjarstýringuna. Sem dæmi þá inniheldur upprunalega Atari 2600 fjarstýringin frá árinu 1977 eina bendistöng og einn takka. Fjarstýringin sem fylgdi með NES sem kom út árið 1985 inniheldur einn benditakka (fyrir áttirnar), Start og Select auk takka A og takka B sem eru notaðir sem stjórntakkar (til dæmis til að hoppa í leiknum). PlayStation 4 fjarstýringin inniheldur einn benditakka, tvær stjórnstangir (e. analog sticks), snertiskynjaraflöt og hvorki meira né minna en ellefu takka á fram- og bakhlið fjarstýringarinnar. Þessi þróun tengist að miklu leyti auknu umfangi og flækjustigi tölvuleikja. Á áttunda og níunda áratugnum voru leikir heldur auðveldir og má segja að nánast hver sem er hafi getað tekið upp fjarstýringuna og áttað sig á tökkunum þrátt fyrir að hafa aldrei spilað tölvuleiki áður. Samhliða hraðri tölvu- og tækniþróun hafa tölvuleikir vaxið hratt og kalla fleiri og flóknari aðgerðir í leikjum nútímans á fleiri stjórntakka en mátti til dæmis finna á Atari 2600 og NES. Ekki allar leikjatölvur og fjarstýringar hafa þróast í sömu átt og hafa hönnuðir lagt misjafnar áherslur á fjarstýringarnar. Til dæmis eru aðeins sjö takkar, auk benditakka, á Wii Remote sem fylgir Nintendo Wii leikjatölvunni frá árinu 2006.

Wii Remote með Nintendo Wii inniheldur færri takka en margar aðrar leikjafjarstýringar nútímans. Leikjum í Nintendo Wii er þó ekki eingöngu stjórnað með tökkum, heldur líka hreyfingum. Fjarstýringin inniheldur hreyfiskynjara sem skynjari sem fylgir tölvunni skynjar og les úr hreyfingum spilarans. Stundum þarf spilarinn að læra ákveðnar hreyfingar en oft eru þær nokkuð náttúrlega. Til dæmis með því að höggva með sverði er hægt að sveifla Wii fjarstýringunni líkt og sverði, kasta bolta með því að apa eftir svipaðri hreyfingu og jafnvel halda á fjarstýringunni á hlið og nota hana sem stýri í bílaleik. Hreyfiskynjarar hafa náð vinsældum með tilkomu Nintendo Wii og síðar meir með PlayStation Move og PlayStation Eye frá Sony og Kinect frá Microsoft.

Hreyfistýringar eru enn að þróast og má sem dæmi nefna að nýjasta útgáfan af Kinect hreyfiskynjaranum fyrir Xbox One er mun næmari en sá fyrri og nær núna að skynja hjartslátt spilarans og er sú tækni meðal annars notuð í nokkrum íþróttaæfingarleikjum. Sýndarveruleikagleraugu má einnig flokka sem hreyfistýringu þar sem spilarinn hreyfir höfuðið til að sjá nýja hluti og mögulega framkvæma einhverja hluti í sýndarveruleikanum. Sem dæmi þá styðst EVE: Valkyrie (enn í vinnslu) frá CCP við sýndarveruleikagleraugu og hafa leikjahönnuðir ákveðið að nýta möguleika gleraugnanna með því að tvinna sérkenni þeirra við spilun leiksins. Í leiknum situr spilarinn inní lítilli bardagageimflaug og er að berjast við aðra spilara í geimbardögum. Hægt er að skjóta venjulegum skotum beint áfram en til þess að skjóta sprengjum á andstæðinginn þarf spilarinn að „læsa“ andstæðinginn í sigti í nokkrar sekúndur. Spilarinn læsir andstæðinginn í sigti með því að horfa á hann og eru margar geimflauganna á fullri ferð út um allt svo það er nauðsynlegt fyrir spilarann að hreyfa höfuðið til þess að horfa á andstæðinginn og læsa miðinum á hann.

 

Snertistýringar náðu vinsældum með tilkomu snjalltækja (snjallsíma og spjaldtölva). Fyrsta kynslóð iPhone snjallsíma var gefin út árið 2007 og má segja að það ár marki upphaf vinsælda snjallsímanna. Árið 2009 kom Angry Birds út sem má segi að marki upphaf vinsælda tölvuleikja í snjallsímum, en leikurinn sló í gegn og hafa síðan þá verið framleiddir fjölda tölvuleikja sem byggja á Angry Birds seríunni.

 

Snertistýringar náðu vinsældum með tilkomu snjalltækja (snjallsíma og spjaldtölva). Fyrsta kynslóð iPhone snjallsíma var gefin út árið 2007 og má segja að það ár marki upphaf vinsælda snjallsímanna. Árið 2009 kom Angry Birds út sem má segi að marki upphaf vinsælda tölvuleikja í snjallsímum, en leikurinn sló í gegn og hafa síðan þá verið framleiddir fjölda tölvuleikja sem byggja á Angry Birds seríunni. Í kringum árið 2010 bættust spjaldtölvur við og varð frelsi leikjahönnuða og leikjafyrirtækja sífellt meira eftir því sem tækin þróuðust. Snertistýringar í tölvuleikjum þykja mjög einfaldar í notkun og þarfnast sjaldan útskýringa. Fjöldi leikja hafa verið framleiddir með snertistýringar sérstaklega í huga og má þar meðal annars nefna Angry Birds, Fruit Ninja (2010) og Blek (2013).

Ýmis konar eftirlíkingar hafa notið mismikilla vinsælda í gegnum árin, en þar er átt við aukahluti sem virka á sambærilegan hátt og stýringarnar í leiknum. Dæmi um eftirlíkingar eru bílahlutir sem hægt er að kaupa fyrir marga bílaleiki; stýri, pedalar, gírar og jafnvel sæti sem þú tengir við tölvuna og notar til að stjórna bílnum í leiknum. Einnig eru til eftirlíkingar af ýmsum hljóðfærum fyrir leiki á borð við Guitar Hero (2005) og Rock Band (2007).

 

Mynd: Wikimedia Commons (Evan-Amos)

Mynd: Wikimedia Commons (Evan-Amos)

 

 

Mynd: Shutterstock

Mynd: Shutterstock